24.6.2008 | 15:31
Eigandinn óábyrgur.
Eigandinn ætti ekki að fá hvolpinn aftur í sína vörslu. Hann hefur ekki sýnt næga ábyrgð fyrir dýrinu, ef það finnst illa á sig komið út í hrauni. Hvernig eigandi er það? Og hvaða réttmæta skýringu er hægt að gefa á svona löguðu? Ég vorkenni hvolpinum að fara aftur til sama eigandans sem lofaði þessu að ske. Eigendur gæludýra eru ábyrgir fyrir þeim. Það er ekkert sem réttlætir þetta. Hvergi kemur fram hvort eigandinn hafi hringt á lögregluna og látið hana vita að hvolpurinn findist ekki. Vona að svona framkoma við saklausar skepnur komi ekki til aftur. Þetta er ömurleg frétt.
Hvolpurinn afhentur eigandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einkennilegt að þú skulir geta dæmt manninn þegar þú veist ekki hvernig málinu er háttað nákvæmlega. Ef ég ræni barninu þínu og gref það lifandi, er þá við þig að sakast þar sem þú berð ábyrgð á barninu þínu? Hver er munurinn?
Daði Þór (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 15:46
Hvað er að þér, hundar strjúka daglega. Þetta gæti komið fyrir alla hundaeigendur. Ljótt að ráðast á eigandan, ætli hann sé ekki búinn að ganga í gegn um nóg. Kannski eru það börn líka sem eiga hundinn og eru búin að gráta úr sér augun yfir þessu öllu og á sama tíma hamast fólk við að rakka eigendur niður. virkilega ljótt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 24.6.2008 kl. 15:48
Ansi þykir mér fólk fljótt að dæma. Það kemur fyrir flesta hundaeigendur að hvolpar sleppi, yfirleitt skila þau sér nú samt aftur. Eigandinn getur ekki verið sekur um hvað einhver kjáni gerir við hund sem hann finnur á viðavangi.
Kristinn Þór Sigurjónsson, 24.6.2008 kl. 15:49
blog-eigandi góður, þú hlýtur að búa yfir meiri upplýsingum en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Ég er nú í nöp við marga huundaeigendur að staðaldri en í þetta skiptið mun ég ekki dæma hann nema vita meira um málið en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Lögreglan hlýtur að hafa góða ástæðu fyrir að sleppa manninum og í raun óþarfi að dæma eiganda hundsins á opinberum vettvangi eins og svo oft er gert á tilgangslausum bloggsóiðum. Ef ég væri þú myndi ég eyða þessari færslu.
eikifr (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 15:58
Hvers vegna að tilkynna það til l0greglunnar? Hvað á lögreglan að gera þegar fólk tilkynnir hvarf gæludýra? Held að það sé nóg að gera á þeim bænum að það sé ætlast til þess að löggan leiti að týndu hundum. Kannski það sé gert í Orlando en ekki hérna á Íslandi
Karma (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 16:53
Nú ætla ég að upplýsa þjóðina um smá leyndarmál ... á Íslandi týnist heilan helling af gæludýrum ... ÁN ÞESS að löggæsluyfirvöld í landinu fái um það tilkynningu.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.